Humm Dr. Gunni skrifar 18. desember 2008 06:00 Tveir mánuðir eru liðnir síðan skelfdur Haarde bað Guð að blessa þjóðina. Þá þyrmdi yfir hressustu stuðbolta og ég var með í maganum dögum saman á meðan daglegir blaðamannafundir skullu á þjóðinni. Í nokkrar vikur var allt á fullu í hausnum á mér, og í hverjum einasta haus á skerinu, að því er virtist. Fólk át fréttamiðla upp til agna því uppbyggingarstarf landsins virtist eitthvað sem maður gat sjálfur tekið þátt í. Hver um annan þveran töluðu menn um Nýja Ísland. Maður sá fyrir sér nýtt upphaf, sanngjarna jafnaðarútópíu sem kæmi loksins eftir blýþung kreppuár. Það var allt hrunið og það varð bara - og hlaut bara - eitthvað frábært að taka við. Forrík örþjóð hlaut að geta betur. Þetta var örvæntingarfulla bjartsýniskastið á botninum. Síðan hefur allt nokkurn veginn runnið í sama gamla farið og kannanir sýna að fólk hefur gefist upp á fréttatímunum. Nennir bara ekki að hlusta á þetta þrugl lengur. Fólk mun kannski sperra eyrun þegar einhver tekur ábyrgð, skammast sín, segir af sér og biðst grenjandi afsökunar á því að hafa verið svona mikið fífl. Einhverjir aðrir en fríkaðir framsóknarmenn, meina ég. Í fréttatíma nýlega voru mafíósar á Ítalíu leiddir burtu eftir hreinsun lögreglunnar. Þetta var hressandi frétt. Loksins einhvers staðar verið að taka til, sópa út. Fáum við einhvern tímann svona frétt af þeim sem settu Ísland á hausinn? Verða einhverjir leiddir burt í járnum? Nei, ábyggilega ekki. Í naflalónni Íslandi halda menn störfum sínum og stöðu, kannski undir nýju heiti, enda eru allir með afsakanir á hreinu. Þetta er fyrst og fremst alþjóðlegt vandamál. Málið verður sett í nefnd. Við munum skoða þetta allt saman seinna því það má alls ekki rugga björgunarbátnum í miðju slökkvistarfi. Jadda jadda og bla bla bla. Svona hefur þruglið bulið á manni. Og mun halda áfram að bylja nógu oft þangað til sú hugsun fer að ágerast að það sé nú bara ekkert að. Það eru allir að gera sitt besta. Er þaggi?! Landhreinsunin sem maður bjóst við, verður því líklega aldrei. Sinnuleysi þjóðar og ráðamanna sem kom í veg fyrir að tekist yrði á við yfirvofandi bankahrun mun líka koma í veg fyrir uppgjörið. Við munum humma það fram af okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Tveir mánuðir eru liðnir síðan skelfdur Haarde bað Guð að blessa þjóðina. Þá þyrmdi yfir hressustu stuðbolta og ég var með í maganum dögum saman á meðan daglegir blaðamannafundir skullu á þjóðinni. Í nokkrar vikur var allt á fullu í hausnum á mér, og í hverjum einasta haus á skerinu, að því er virtist. Fólk át fréttamiðla upp til agna því uppbyggingarstarf landsins virtist eitthvað sem maður gat sjálfur tekið þátt í. Hver um annan þveran töluðu menn um Nýja Ísland. Maður sá fyrir sér nýtt upphaf, sanngjarna jafnaðarútópíu sem kæmi loksins eftir blýþung kreppuár. Það var allt hrunið og það varð bara - og hlaut bara - eitthvað frábært að taka við. Forrík örþjóð hlaut að geta betur. Þetta var örvæntingarfulla bjartsýniskastið á botninum. Síðan hefur allt nokkurn veginn runnið í sama gamla farið og kannanir sýna að fólk hefur gefist upp á fréttatímunum. Nennir bara ekki að hlusta á þetta þrugl lengur. Fólk mun kannski sperra eyrun þegar einhver tekur ábyrgð, skammast sín, segir af sér og biðst grenjandi afsökunar á því að hafa verið svona mikið fífl. Einhverjir aðrir en fríkaðir framsóknarmenn, meina ég. Í fréttatíma nýlega voru mafíósar á Ítalíu leiddir burtu eftir hreinsun lögreglunnar. Þetta var hressandi frétt. Loksins einhvers staðar verið að taka til, sópa út. Fáum við einhvern tímann svona frétt af þeim sem settu Ísland á hausinn? Verða einhverjir leiddir burt í járnum? Nei, ábyggilega ekki. Í naflalónni Íslandi halda menn störfum sínum og stöðu, kannski undir nýju heiti, enda eru allir með afsakanir á hreinu. Þetta er fyrst og fremst alþjóðlegt vandamál. Málið verður sett í nefnd. Við munum skoða þetta allt saman seinna því það má alls ekki rugga björgunarbátnum í miðju slökkvistarfi. Jadda jadda og bla bla bla. Svona hefur þruglið bulið á manni. Og mun halda áfram að bylja nógu oft þangað til sú hugsun fer að ágerast að það sé nú bara ekkert að. Það eru allir að gera sitt besta. Er þaggi?! Landhreinsunin sem maður bjóst við, verður því líklega aldrei. Sinnuleysi þjóðar og ráðamanna sem kom í veg fyrir að tekist yrði á við yfirvofandi bankahrun mun líka koma í veg fyrir uppgjörið. Við munum humma það fram af okkur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun