Nóg komið Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. nóvember 2008 06:00 Á fimmtudag hlýddi ég í sjónvarpi á skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana. Ég var búinn að ákveða að ef ég þyrfti enn eina ferðina að hlusta á sömu gömlu tuggurnar um traustar stoðir þjóðarbúsins og storm hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og annað slíkt, yrði þolinmæði mín á þrotum. ÉG þykist vita að það sé verið að gera ýmislegt. En má þjóðin vita hvað? Á fimmtudaginn beið ég sem oftar eftir því að einhver svör kæmu við áleitnum spurningum. Hver er stefnan? Ég er ekki endilega að tala um að lögð sé á borðið ákkurat núna alhliðaáætlun í smáatriðum um það hvernig eigi að taka á vandanum - í peningamálunum, atvinnulífinu, gagnvart heimilunum og í fjármálakerfinu - þótt slíkt væri vissulega frábært. Ég sætti mig við að heyra bara áætlun um það hvernig, hvenær og hvort menn ætli að vinda sér í slíka vinnu. Hvernig á að endurreisa landið? Hverjir ætla að setjast niður og hvar? Hvaða leiðir koma til álita? ÉG hef ekki verið alltof ánægður með Ísland á undanförnum árum. Mér hefur fundist stjórn landsins vera fumkennd, hrokafull, sveipuð fáránlegri leynd, sjálfumglöð, haldin oflátungslegri skætingsþörf og síðast en ekki síst verið gegnsýrð og rotin af fádæma tortryggni í garð raka og málefnalegra innskota. Ég hef vonað að þetta myndi breytast. En hefur það breyst? Í sumar gengu ísbirnir á land og við höfðum ekkert plan. Gott og vel. En í október kom risastór ísbjörn og át þrjá banka. Við höfðum ekkert plan heldur þá. Hvurs lags er þetta eiginlega? Getum við ímyndað okkur að svipaðar ræður hefðu verið haldnar þegar Vestmannaeyjagosið varð? Mánuður liðinn og menn ennþá í pontu að segja „ljóst er..." og „hitt er annað mál..." og „gera þyrfti..." og „víst er þó..." og svo framvegis. Er landið leiðtogalaust? Í hvaða grínmynd erum við? Hvað finnst fólki í björgunarsveitunum um svona verkstjórn og vinnubrögð? Myndi þetta ganga á slysstað? EF ríkisstjórnin í heild getur ekki lagt fram plan um aðgerðir á þessari ögurstundu og kynnt þjóðinni trúverðuga framtíðarsýn - og nú fer hver að verða síðastur - verður hún auðvitað að víkja. Það er augljóst. Þá þarf að kanna hvort annar þingmeirihluti sé til staðar fyrir skýrri og skynsamlegri stefnu. Ef svo er ekki, þarf þjóðin að kjósa. ÞANNIG er það bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Á fimmtudag hlýddi ég í sjónvarpi á skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana. Ég var búinn að ákveða að ef ég þyrfti enn eina ferðina að hlusta á sömu gömlu tuggurnar um traustar stoðir þjóðarbúsins og storm hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og annað slíkt, yrði þolinmæði mín á þrotum. ÉG þykist vita að það sé verið að gera ýmislegt. En má þjóðin vita hvað? Á fimmtudaginn beið ég sem oftar eftir því að einhver svör kæmu við áleitnum spurningum. Hver er stefnan? Ég er ekki endilega að tala um að lögð sé á borðið ákkurat núna alhliðaáætlun í smáatriðum um það hvernig eigi að taka á vandanum - í peningamálunum, atvinnulífinu, gagnvart heimilunum og í fjármálakerfinu - þótt slíkt væri vissulega frábært. Ég sætti mig við að heyra bara áætlun um það hvernig, hvenær og hvort menn ætli að vinda sér í slíka vinnu. Hvernig á að endurreisa landið? Hverjir ætla að setjast niður og hvar? Hvaða leiðir koma til álita? ÉG hef ekki verið alltof ánægður með Ísland á undanförnum árum. Mér hefur fundist stjórn landsins vera fumkennd, hrokafull, sveipuð fáránlegri leynd, sjálfumglöð, haldin oflátungslegri skætingsþörf og síðast en ekki síst verið gegnsýrð og rotin af fádæma tortryggni í garð raka og málefnalegra innskota. Ég hef vonað að þetta myndi breytast. En hefur það breyst? Í sumar gengu ísbirnir á land og við höfðum ekkert plan. Gott og vel. En í október kom risastór ísbjörn og át þrjá banka. Við höfðum ekkert plan heldur þá. Hvurs lags er þetta eiginlega? Getum við ímyndað okkur að svipaðar ræður hefðu verið haldnar þegar Vestmannaeyjagosið varð? Mánuður liðinn og menn ennþá í pontu að segja „ljóst er..." og „hitt er annað mál..." og „gera þyrfti..." og „víst er þó..." og svo framvegis. Er landið leiðtogalaust? Í hvaða grínmynd erum við? Hvað finnst fólki í björgunarsveitunum um svona verkstjórn og vinnubrögð? Myndi þetta ganga á slysstað? EF ríkisstjórnin í heild getur ekki lagt fram plan um aðgerðir á þessari ögurstundu og kynnt þjóðinni trúverðuga framtíðarsýn - og nú fer hver að verða síðastur - verður hún auðvitað að víkja. Það er augljóst. Þá þarf að kanna hvort annar þingmeirihluti sé til staðar fyrir skýrri og skynsamlegri stefnu. Ef svo er ekki, þarf þjóðin að kjósa. ÞANNIG er það bara.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun