Handbolti

Áfall fyrir Norðmenn

Løke leikur ekki meira með Norðmönnum á EM
Løke leikur ekki meira með Norðmönnum á EM AFP

Ekki er hægt að segja að kvöldið í kvöld hafi verið gestgjöfum Norðmanna á EM sérstaklega gott því nú er ljóst að línumaðurinn sterki Frank Løke getur ekki spilað meira með liðinu eftir að hann meiddist á hné í tapleiknum gegn Slóvenum.

"Þetta er hræðilegt fyrir okkur því Frank er einn besti línumaður heimsins í dag," sagði félagi hans Kristian Kjelling eftir leikinn.

"Við vorum þarna að missa einn okkar besta leikmann," sagði Gunnar Pettersen þjálfari Norðmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×