Handbolti

Óli Stef: Þetta lagar ekki mótið

Ólafur var ánægður með frammistöðu Hreiðars markvarðar í kvöld
Ólafur var ánægður með frammistöðu Hreiðars markvarðar í kvöld AFP

Ólafur Stefánsson var ánægður með sigurinn á Ungverjum á EM í kvöld en vill bíða með yfirlýsingar þangað til eftir leikinn gegn Spánverjum á morgun.

"Ég er mjög sáttur með leikinn í dag en þetta lagar ekkert mikið mótið. Við sjáum svo til á morgun hvað við gerum," sagði Ólafur í samtali við Í Blíðu og Stríðu í kvöld.

"Við eigum einn, kannski tvo leiki eftir og við klárum þetta barra með stæl," sagði Ólafur. Smelltu hér til að lesa allt viðtalið við Ólaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×