Handbolti

Gott að koma einu sinni brosandi á hótelið

AFP
"Við vorum búnir að vera skelfilegir í leikjunum á undan þannig að auðvitað var gott að ná upp góðum leik og koma einu sinni heim á hótelið með bros á vör," sagði Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Rúv eftir sigurinn á Ungverjum í kvöld. Hann skoraði 11 mörk í leiknum og var besti maður íslenska liðsins ásamt Hreiðari Guðmundssyni markverði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×