Handbolti

Frakkar í undanúrslit

Nikola Karabatic var besti maður Frakka í kvöld
Nikola Karabatic var besti maður Frakka í kvöld AFP

Evrópumeistarar Frakka tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitunum á EM í handbolta með því að leggja heimsmeistara Þjóðverja 26-23 í hörkuleik í Þrándheimi.

Nikola Karabatic skoraði 8 mörk fyrir Frakka í dag og Jerome Fernandez skoraði 7, en þeir Florian Kehrmann, Michael Kraus og Torsten Jansen skoruðu 5 hver fyrir þýska liðið.

Frakkar hafa unnið alla leiki sína í keppninni og eru með átta stig í efsta sæti í milliriðli 2. Þeir eru öruggir með að vinna sigur í riðlinum. Svíar hafa 5 stig í öðru sæti, Þjóðverjar 4 stig og Ungverjar 3, en þeir eiga leik til góða gegn Íslendingum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×