Handbolti

Danir burstuðu Pólverja

Lasse Boesen skoraði 8 mörk fyrir Dani í kvöld
Lasse Boesen skoraði 8 mörk fyrir Dani í kvöld Nordic Photos / Getty Images

Danir unnu í dag stórsigur á Pólverjum í milliriðli 1 á EM í handbolta 36-26 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik. Lasse Boesen skoraði 8 mörk fyrir Dani og Lars Christiansen skoraði 6, en Mariusz Jurasik var með 7 mörk hjá Pólverjum.

Danir skutust með sigrinum upp í toppsætið í milliriðli 1 og hafa hlotið sex stig líkt og Króatar. Norðmenn hafa 5 stig og mæta Slóvenum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×