Handbolti

Alfreð: Ungverjar sterkari en við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari.
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari. Nordic Photos / Bongarts

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að á pappírnum sé ungverska landsliðið sterkara en það íslenska.

Þetta kemur fram á heimasíðu stuðningsmannasamtakanna Í blíðu og stríðu en Ísland og Ungverjaland mætast kl. 19.15 á EM í handbolta í kvöld.

„Þeir eru með góða vörn, góða markverði, góða hornamenn og hafa mjög heilsteypt lið á heildina litið," sagði Alfreð. „Þeir eru sterkari en við á pappírnum."

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×