Handbolti

Garcia væntanlega úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jaliesky  Garcia er aftur orðinn veikur.
Jaliesky Garcia er aftur orðinn veikur. Mynd/Vilhelm

Ekki er útlit fyrir að Jaliesky Garcia leiki aftur með íslenska landsliðinu á EM í handbolta. Hann er veikur, með hita og uppköst.

Garcia var veikur vikuna áður en mótið hófst en lagaðist þegar hann fékk lyfið sem öllum landsliðsmönnum var gefið. En þegar skammturinn hans kláraðist blossuðu veikindin aftur upp.

Hann hefur ekki getað haldið niður mat síðustu sólarhringa og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, að útlitið sé ekki gott.

Hann verður ekki með gegn Ungverjalandi í kvöld og ekki heldur gegn Spánverjum á morgun. Jafnvel þótt Ísland myndi spila um helgina er einnig ólíklegt að hann geti spilað með liðinu þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×