Handbolti

Jensen missir af næsta leik Norðmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johnny Jensen mótmælir rauða spjaldinu sem hann fékk í leik Noregs og Póllands í gær.
Johnny Jensen mótmælir rauða spjaldinu sem hann fékk í leik Noregs og Póllands í gær. Nordic Photos / Getty Images

Aganefnd evrópska handknattleikssambandsins hefur dæmt Norðmanninn Johnny Jensen í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega framkomu.

Jensen hrinti Tomasz Tluczynski í leik Noregs og Póllands í gær eftir að sá síðarnefndi kastaði boltanum í höfuð Steinar Ege, markvarðar Noregs, í vítakasti.

Norðmenn eru enn á toppi 1. milliriðils eftir að liðið gerði jafntefli við Pólverja í gær. Í dag mæta þeir Slóvenum og fara langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri.

Tapi þeir hins vegar fyrir Slóvenum í dag verður eftirleikurinn mjög erfiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×