Handbolti

Svíar og Ungverjar skiptu stigunum á milli sín

Elvar Geir Magnússon skrifar
Marcus Ahlm var markahæstur Svía.
Marcus Ahlm var markahæstur Svía.

Öllum leikjum dagsins á Evrópumótinu er lokið. Ungverjaland og Svíþjóð gerðu jafntefli 27-27 í milliriðli 2 í kvöld. Ungverjar eru mótherjar Íslendinga á morgun.

Ungverjar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum og höfðu 16-14 yfir í leikhléi. Svíar voru hinsvegar sterkari lengst af seinni hálfleiksins. Þeir voru yfir 26-23 þegar Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og tóku forystuna.

Svíar tryggðu sér hinsvegar jafntefli 27-27 með marki þegar um fimm sekúndur voru eftir. Það skoraði Jan Lennartsson.

Marcus Ahlm skoraði átta mörk úr níu skotum fyrir Svía en markahæstur Ungverja var Gergö Iváncsik með átta mörk.

Frakkland er með sex stig í efsta sæti riðilsins, Þýskaland er með fjögur og svo koma Ungverjaland og Svíþjóð með þrjú stig hvort lið. Spánn er með tvö stig en Ísland rekur lestina með ekkert stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×