Handbolti

Frakkland vann Spán

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frakkinn Nikola Karabatic reynir hér skot framhjá Spánverjanum David Camara.
Frakkinn Nikola Karabatic reynir hér skot framhjá Spánverjanum David Camara. Nordic Photos/ AFP

Frakkar standa vel að vígi í milliriðli 2 en þeir eru með sex stig eftir að hafa unnið Spánverja 28-27 í leik milli tveggja af sigurstranglegustu liðum mótsins. Mikil spenna var undir lokin en Frakkar fögnuðu sigri.

Spánverjar áttu síðustu sókn leiksins en klúðruðu tækifærinu til að jafna á klaufalegan hátt. Þeir eru með tvö stig í milliriðlinum en leika gegn Svíþjóð á morgun og svo við Ísland á fimmtudag.

Daniel Narcisse var markahæstur Frakka í leiknum í kvöld en hann skoraði sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×