Handbolti

Slóvenar komnir með tvö stig í milliriðlinum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Slóvenar unnu sanngjarnan sigur á Svartfjallalandi.
Slóvenar unnu sanngjarnan sigur á Svartfjallalandi. Mynd/Heimasíða EM

Á meðan Íslendingar voru að kljást við Þjóðverja þá mættust Slóvenía og Svartfjallaland í milliriðli 1. Bæði lið voru stigalaus í milliriðlinum fyrir leikinn en Slóvenía vann 31-29 sigur.

Sigur Slóvena var sanngjarn í heildina þó leikur liðsins hafi verið kaflaskiptur. Ales Pajovic var markahæstur í liðinu með níu mörk en fyrir Svartfjallaland skoraði Drasko Mrvaljevic fimm mörk.

Svartfellingar eru enn án sigurs á mótinu en liðið fór áfram í milliriðil á jafntefli gegn Rússlandi.

Nú er hafinn leikur Króatíu og Danmörku í milliriðli 1 og í kvöld mætast Pólland og Noregur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×