Handbolti

Við ætlum að ráðast á þá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dominik Klein, leikmaður Kiel.
Dominik Klein, leikmaður Kiel. Nordic Photos / Bongarts

Dominik Klein, leikmaður Kiel og þýska landsliðsins, er með skýr skilaboð til íslenska landsliðsins.

„Við ætlum hreinlega að ráðast á þá," sagði hann en mikið hefur verið rætt um getu heimsmeistaranna eftir átta marka tap fyrir Spáni í lokaumferð riðlakeppninnar.

Christian Schwarzer, einn reyndasti landsliðsmaður Þjóðverja frá upphafi, segir að vandamál þýska landsliðsins liggi í sókninni. Sama vandamál hefur verið á íslenska liðinu til þessa.

„5-1 vörn Spánar og sterkur markvörður þeirra gerði okkur mjög erfitt fyrir í seinni hálfleiknum," sagði Schwarzer. „Liðið mun nú leggjast yfir myndbandið af leiknum og við munum svo sjá gjörbreytt þýskt landslið gegn Íslandi."

„Liðið hefur getað reitt sig á varnarleikinn og markverðina. Henning Fritz og Johannes Bitter hafa báðir staðið sig mjög vel. Vandamálið liggur í sókninni. Við komumst í ágæt færi en nýtum þau illa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×