Handbolti

Hópurinn ekki tilkynntur fyrr en klukkutíma fyrir leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Íslands.
Alfreð Gíslason, þjálfari Íslands. Nordic Photos / AFP

Alfreð Gíslason mun ekki tilkynna hvaða fjórtán leikmenn verða á leikmannaskýrslu íslenska liðsins fyrr en klukkutíma fyrir leikinn gegn Þjóðverjum.

Þetta sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Vísi í dag. Hann sagði þó að Jaliesky Garcia verði ekki með í dag en hann hefur verið veikur undanfarna daga.

Það er því spurning hver dettur úr hópnum frá síðasta leik vegna innkomu Ólafs Stefánssonar. Það er einnig mögulegt að Ólafur verði ekki með eftir allt saman en það verður þó að teljast ólíklegt miðað við fyrri yfirlýsingar hans og Alfreðs.

Hvort þetta sé gert til að halda Þjóðverjunum í óvissu fram á síðustu stundu er ekki vitað eins og er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×