Heimkoman Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 29. ágúst 2008 06:00 Það var klippt á borða þegar mamma og pabbi komu með mig heim af fæðingardeildinni. Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu en systur mínar strengdu borða milli tveggja staura og stóðu heiðursvörð við afleggjarann heima með eldhússkærin til reiðu. Borðinn var klipptur og rauði Volvóinn með hvítvoðunginn innanborðs ók hægt í gegn. Viðstaddir segja mér að þetta hafi verið ákaflega hátíðleg stund og lengi vel stóð ég í þeirri meiningu að fáir hefðu fengið konunglegri móttökur á íslenskri grund. Nú held ég hins vegar að þetta atvik norður í landi sem aðeins sex einstaklingar (þar af einn sofandi) urðu vitni að hafi loksins verið toppað. Sú sjón sem blasti við vegfarendum í miðborg Reykjavíkur á miðvikudag, þegar strákarnir okkar sneru heim frá Peking, var klikkuð og krúttleg í senn. Það var tilkomumikið að sjá flugvélina nálgast með þennan dýrmæta farm, sleikja húsþök gamalla bárujárnshúsa í höfuðborg á hjara veraldar og lenda svo mjúklega á Reykjavíkurflugvelli. Slík sýn dugar jafnvel til þess að réttlæta veru flugvallarins í Vatnsmýrinni um alla framtíð. Í fyrstu minnti þetta á stundina, fyrir tæpum tíu árum, þegar Keikó kom heim nema núna var allt miklu stærra og flottara. Rauður dregill, fálkaorður, tárvotir hvarmar, ráðherrakossar og þjóðhátíð í miðbænum. Borðinn sem klippt var á við heimkomu mína um árið bliknar í samanburði. Heimkomunni glæsilegu fylgir þó dálítill tregi. Veislan er á enda. Hetjurnar komnar heim með silfurpeningana sína, landinn búinn að þvo af sér áhorfendasvitann og allt fellur aftur í sama hversdagslega horfið. Ég óttast að það séu eintóm leiðindi fram undan, ekkert til að hlakka til og ekkert fyrir þjóðina að sameinast um. Í stað hressilegra frétta af gengi strákanna fyllast fjölmiðlarnir á ný af umfjöllun um efnahagsástandið og borgarstjórastólinn. Það er freistandi að sökkva í þunglyndi. Meira að segja sumarið er á enda. Nema við tileikum okkur jákvæðnina sem fyrirliðinn kenndi okkur og segjum bara *bíb* þegar kreppuna eða skammdegið ber á góma. Það virkaði vel á vellinum. Trúin var slík að liðið varð að hálfgerðu náttúruafli. Það hætti meira að segja að rigna um leið og kapparnir stigu til jarðar á Reykjavíkur-flugvelli. Það fannst mér flottast í þessu öllu saman. Fálkaorðuna geta nær allir öðlast en það er ekki á margra færi að stöðva rigninguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Það var klippt á borða þegar mamma og pabbi komu með mig heim af fæðingardeildinni. Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu en systur mínar strengdu borða milli tveggja staura og stóðu heiðursvörð við afleggjarann heima með eldhússkærin til reiðu. Borðinn var klipptur og rauði Volvóinn með hvítvoðunginn innanborðs ók hægt í gegn. Viðstaddir segja mér að þetta hafi verið ákaflega hátíðleg stund og lengi vel stóð ég í þeirri meiningu að fáir hefðu fengið konunglegri móttökur á íslenskri grund. Nú held ég hins vegar að þetta atvik norður í landi sem aðeins sex einstaklingar (þar af einn sofandi) urðu vitni að hafi loksins verið toppað. Sú sjón sem blasti við vegfarendum í miðborg Reykjavíkur á miðvikudag, þegar strákarnir okkar sneru heim frá Peking, var klikkuð og krúttleg í senn. Það var tilkomumikið að sjá flugvélina nálgast með þennan dýrmæta farm, sleikja húsþök gamalla bárujárnshúsa í höfuðborg á hjara veraldar og lenda svo mjúklega á Reykjavíkurflugvelli. Slík sýn dugar jafnvel til þess að réttlæta veru flugvallarins í Vatnsmýrinni um alla framtíð. Í fyrstu minnti þetta á stundina, fyrir tæpum tíu árum, þegar Keikó kom heim nema núna var allt miklu stærra og flottara. Rauður dregill, fálkaorður, tárvotir hvarmar, ráðherrakossar og þjóðhátíð í miðbænum. Borðinn sem klippt var á við heimkomu mína um árið bliknar í samanburði. Heimkomunni glæsilegu fylgir þó dálítill tregi. Veislan er á enda. Hetjurnar komnar heim með silfurpeningana sína, landinn búinn að þvo af sér áhorfendasvitann og allt fellur aftur í sama hversdagslega horfið. Ég óttast að það séu eintóm leiðindi fram undan, ekkert til að hlakka til og ekkert fyrir þjóðina að sameinast um. Í stað hressilegra frétta af gengi strákanna fyllast fjölmiðlarnir á ný af umfjöllun um efnahagsástandið og borgarstjórastólinn. Það er freistandi að sökkva í þunglyndi. Meira að segja sumarið er á enda. Nema við tileikum okkur jákvæðnina sem fyrirliðinn kenndi okkur og segjum bara *bíb* þegar kreppuna eða skammdegið ber á góma. Það virkaði vel á vellinum. Trúin var slík að liðið varð að hálfgerðu náttúruafli. Það hætti meira að segja að rigna um leið og kapparnir stigu til jarðar á Reykjavíkur-flugvelli. Það fannst mér flottast í þessu öllu saman. Fálkaorðuna geta nær allir öðlast en það er ekki á margra færi að stöðva rigninguna.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun