Handbolti

Pólverjar völtuðu yfir Svartfellinga

AFP

Pólverjar unnu mjög sannfærandi stórsigur á Svartfellingum í milliriðli 1 á EM í dag 39-23. Mateusz Jachlewski skoraði 6 mörk fyrir Pólverjaen og markvörðurinn Slawomir Szmal varði 21 skot. Petar Kapisoda skoraði 6 fyrir Svartfellinga.

Pólverjar hafa því hlotið 5 stig í milliriðli 1 og eru þar í þriðja sæti en Svartfellingar eru í neðsta sætinu án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×