Ísland úr leik eftir tap fyrir Spáni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2008 14:00 Carlos Ruesga er hér kominn í gegnum íslensku vörnina í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP Ísland tapaði í dag fyrir Spánverjum á lokaleik sínum á EM í handbolta með átta marka mun. Ísland lendir því í neðsta sæti 2. milliriðils. Ísland þarf því að treysta á að úrslit annarra leikja verði sér hagstæð til að liðið komist í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa allt um hann hér fyrir neðan auk ítarlegrar tölfræði úr leiknum. 15.48 Ísland - Spánn 26-33, lokastaða. Leiknum er lokið með sjö marka sigri Spánverja og er þátttöku Íslands á EM í Noregi þar með lokið. Liðið lendir í neðsta sæti 2. millriðils og sennilega í 10.-11. sæti á mótinu sjálfu. Skelfileg byrjun í síðari hálfleik var íslenska liðinu að falli í dag. Staðan var 18-15 í hálfleik en Spánverjar juku fljótt muninn í 21-15 og var Ísland tæpar fimm mínútur að koma sér á blað í seinni hálfleik. Þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum reyndi Ísland að klóra í bakkann en það var of lítið og of seint. Ísland gerði mjög dýrkeypt mistök í sóknarleik sínum í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að Spánverjar höfðu óþarflega mikla forystu. Eins og liðin voru að spila hefði staðan átt að vera jöfn og jafnvel Ísland með forystu. En svo var engu líkara en að menn hafi einfaldlega sprungið á limminu. Leikmenn hættu að láta boltann ganga jafn vel og í fyrri hálfleik á meðan að Spánverjar héldu einfaldlega sínu striki. Markvarslan var alls ekki nógu góð í dag og munaði það miklu sérstaklega í fyrri hálfleik þegar sóknarleikurinn gekk sem best. Þá vantaði sárlega að varnarleikurinn og markvarslan fylgdi með því þá hefði leikur íslenska liðsins komið á enn betra skrið. Þetta þýðir að íslenska liðið lendir í neðsta sæti 2. milliriðils og verður að treysta á að eitthvað af liðunum sem lentu í 2.-7. sæti á HM í fyrra verði Evrópumeistari. Aðeins þannig kemst Ísland í undankeppni ÓL í vor. Tölfræði leiksins: Ísland - Spánn 26-33 (15-18) Gangur leiksins: 0-1, 2-2, 5-4, 8-8, 9-11, 10-12, 12-12, 12-14, 13-16, (15-18), 15-21, 16-24, 19-24, 21-28, 23-31, 25-32, 26-33. Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 7/1 (11/1) Guðjón Valur Sigurðsson 7/2 (11/3) Logi Geirsson 3 (7) Vignir Svavarsson 2 (3) Ólafur Stefánsson 2 (3) Róbert Gunnarsson 2 (3) Einar Hólmgeirsson 2 (5) Alexander Petersson 1 (1) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 7/1 (28/4, 25%, 37 mínútur) Birkir Ívar Guðmundsson 3 (15/2, 20%, 23 mínútur) Skotnýting: 58%, skorað úr 26 af 45 skotum. Vítanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuð víti: Róbert 2, Ólafur 1 og Guðjón Valur 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Snorri Steinn 1, Guðjón Valur 1, Vignir 1). Utan vallar: 8 mínútur (Sverre 3 og Róbert 1) Rautt spjald: Sverre Andreas Jakobsson (55:54 mín) Markahæstir hjá Spáni: Juan Garcia 9/5 (15/7) Julen Aguinagalde 4 (4) Carlos Ruesga 4 (6) Varin skot: Jose Hombrados 13/1 (39/4, 33%) Skotnýting: 69%, skorað úr 33 af 48 skotum. Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. Mörk úr hraðaupphlaupum: 7. Utan vallar: 8 mínútur. 15.36 Ísland - Spánn 22-30 Átta marka munur þegar sjö mínútur eru til leiksloka. Það er einfaldlega of mikið, því miður. 15.32 Ísland - Spánn 21-26 Góður leikkafli hjá íslenska liðinu en hann gæti komið of seint. Guðjón Valur misnotaði þar að auki vítakast þegar hann hefði getað minnkað muninn í fjögur mörk. Í stað þess skoruðu Spánverjar í næstu sókn og er alltaf erfitt að jafna sig á slíku bakslagi. 15.22 Ísland - Spánn 16-23 Alfreð hefur tekið leikhlé þegar um ellefu mínútur eru liðnar af síðari hálfleik. Ísland hefur skorað eitt mark á þessum tíma og engu líkara að menn hafi einfaldlega hætt og lagt árar í bát. Liðið virðist algerlega líflaust og vonandi að menn nái að berja sig saman í leikhlénu og ná sér á strik á nýjan leik. Mistök í sókn, einbeitingarleysi í vörn og slæm markvarsla. Það er það sem hrjáir íslenska liðið í dag. 15.18 Ísland - Spánn 16-21 Skelfileg byrjun hjá íslenska liðinu og Spánverjar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og komust í sex marka forystu, 21-15. Íslenska liðið gerði enn afar klaufaleg mistök í sókninni sinni sem Spánverjar refsuðu hiklaust fyrir. Ísland skoraði fyrsta markið eftir rúmar fjórar mínútur í síðari hálfleik, tveimur mönnum fleiri. 14.59 Ísland - Spánn 15-18, hálfleikur Fyrri hálfleikur hefur verið alls ekkert slæmur. Sóknarleikurinn er mjög góður en líður fyrir klaufleg tæknimistök sem Spánverjar eru afar fljótir að refsa fyrir. Varnarleikurinn hefur farið batnandi eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn en það sem vantar algerlega er markvarslan. Íslensku markverðirnir hafa varið fimm skot samtals til þessa. Hombrados í marki Spánverja hefur hins vegar varið átta skot. Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 5 Guðjón Valur Sigurðsson 3/1 Vignir Svavarsson 2 Logi Geirsson 2 Alexander Petersson 1 Ólafur Stefánsson 1 Einar Hólmgeirsson 1 Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 3 (11/2, 27%, 15 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 2 (12/1, 17%, 15 mínútur) 14.54 Ísland - Spánn 13-16 Ekkert mark kom á fjögurra mínútna kafla í stöðunni 12-14 en Ísland var fyrri til að brjóta ísinn. En síðan hafa Spánverjar skorað tvö mörk og verður þetta erfitt ef markvarslan verður ekki betri. Birkir Ívar hefur varið tvö skot af þeim átta sem hafa komið á hann. 14.45 Ísland - Spánn 12-14 Alfreð breytti í 5-1 vörn og það skilaði sér í því að vörnin tók tvo bolta og Ísland breytti stöðunni úr 12-10 í 12-12. En Ísland hefur gert nokkur klaufaleg mistök í sókninni og Spánverjar nýttu tvö slík og komust aftur tveimur mörkum yfir. 14.39 Ísland - Spánn 9-11 Alfreð tekur leikhlé og hvetur sína menn áfram enda leikur liðsins verið prýðilegur til þessa. Frábært að skora níu mörk á þetta sterka spænska lið en vörn og markvarsla íslenska liðsins mætti að sama skapi vera betri. Spánverjar hafa aðeins klikkað á tveimur skotum til þessa. Birkir Ívar er kominn í íslenska markið. 14.34 Ísland - Spánn 7-8 Hlutirnir gerast hratt á þessum upphafsmínútum. En það sem er hvað mest áberandi er að markvarslan er ekki nægilega góð í upphafi leiks en Hreiðar Guðmundsson hefur varið tvö skot til þessa. 14.30 Ísland - Spánn 5-4 Sóknarleikurinn hefur gengið fínt þrátt fyrir að vörn Spánverja sé mjög sterk. Varnarleikurinn er enn að fínstillast en er samt ágætur. 14.25 Ísland - Spánn 2-3 Leikurinn byrjar þokkalega en íslenska vörnin þarf að taka betur á spænsku leikmönnunum. Byrjunarliðið í sókn er þannig frá vinstri: Logi, Guðjón Valur, Snorri Steinn, Ólafur, Alexander og Róbert er á línunni. Í vörninni skipta þeir Róbert og Logi út fyrir Sverre og Vigni en stillt er upp í vörn samkvæmt 6-0 kerfinu. 14.02 Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Íslands og Ungverjalands verður lýst í beinni textalýsingu. Leikurinn er mikilvægur fyrir Ísland sem á enn von um að keppa um 7.-8. sætið á mótinu og á enn möguleika á að vinna sér sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Ísland leikur í bláum búningum í dag sem er góðs viti þar sem báðir sigurleikir liðsins hafa komið þegar Ísland lék í bláum búningum. Leikmenn Íslands klæddust rauðu búningnum í öllum þremur tapleikjunum. Sigfús Sigurðsson er ekki með í dag þar sem hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Það er áfall fyrir íslenska liðið þar sem Sigfús hefur verið einn besti leikmaður Íslands á mótinu og lykilmaður í varnarleik liðsins. Einar Hólmgeirsson kemur í hópinn á nýjan leik í hans stað. Þá er Jaliesky Garcia á leið heim frá Noregi þar sem hann er enn veikur. Leikmenna hópur íslenska liðsins: Markverðir: 12 Birkir Ívar Guðmundsson 16 Hreiðar Guðmundsson Aðrir leikmenn: 2 Vignir Svavarsson 3 Logi Geirsson 4 Bjarni Fritzson 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson 9 Guðjón V. Sigurðsson 10 Snorri Steinn Guðjónsson 11 Ólafur Stefánsson 13 Einar Hólmgeirsson 15 Alexander Petersson 17 Sverre Jakobsson 18 Róbert Gunnarsson 25 Hannes Jón Jónsson Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Ísland tapaði í dag fyrir Spánverjum á lokaleik sínum á EM í handbolta með átta marka mun. Ísland lendir því í neðsta sæti 2. milliriðils. Ísland þarf því að treysta á að úrslit annarra leikja verði sér hagstæð til að liðið komist í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa allt um hann hér fyrir neðan auk ítarlegrar tölfræði úr leiknum. 15.48 Ísland - Spánn 26-33, lokastaða. Leiknum er lokið með sjö marka sigri Spánverja og er þátttöku Íslands á EM í Noregi þar með lokið. Liðið lendir í neðsta sæti 2. millriðils og sennilega í 10.-11. sæti á mótinu sjálfu. Skelfileg byrjun í síðari hálfleik var íslenska liðinu að falli í dag. Staðan var 18-15 í hálfleik en Spánverjar juku fljótt muninn í 21-15 og var Ísland tæpar fimm mínútur að koma sér á blað í seinni hálfleik. Þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum reyndi Ísland að klóra í bakkann en það var of lítið og of seint. Ísland gerði mjög dýrkeypt mistök í sóknarleik sínum í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að Spánverjar höfðu óþarflega mikla forystu. Eins og liðin voru að spila hefði staðan átt að vera jöfn og jafnvel Ísland með forystu. En svo var engu líkara en að menn hafi einfaldlega sprungið á limminu. Leikmenn hættu að láta boltann ganga jafn vel og í fyrri hálfleik á meðan að Spánverjar héldu einfaldlega sínu striki. Markvarslan var alls ekki nógu góð í dag og munaði það miklu sérstaklega í fyrri hálfleik þegar sóknarleikurinn gekk sem best. Þá vantaði sárlega að varnarleikurinn og markvarslan fylgdi með því þá hefði leikur íslenska liðsins komið á enn betra skrið. Þetta þýðir að íslenska liðið lendir í neðsta sæti 2. milliriðils og verður að treysta á að eitthvað af liðunum sem lentu í 2.-7. sæti á HM í fyrra verði Evrópumeistari. Aðeins þannig kemst Ísland í undankeppni ÓL í vor. Tölfræði leiksins: Ísland - Spánn 26-33 (15-18) Gangur leiksins: 0-1, 2-2, 5-4, 8-8, 9-11, 10-12, 12-12, 12-14, 13-16, (15-18), 15-21, 16-24, 19-24, 21-28, 23-31, 25-32, 26-33. Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 7/1 (11/1) Guðjón Valur Sigurðsson 7/2 (11/3) Logi Geirsson 3 (7) Vignir Svavarsson 2 (3) Ólafur Stefánsson 2 (3) Róbert Gunnarsson 2 (3) Einar Hólmgeirsson 2 (5) Alexander Petersson 1 (1) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 7/1 (28/4, 25%, 37 mínútur) Birkir Ívar Guðmundsson 3 (15/2, 20%, 23 mínútur) Skotnýting: 58%, skorað úr 26 af 45 skotum. Vítanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuð víti: Róbert 2, Ólafur 1 og Guðjón Valur 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Snorri Steinn 1, Guðjón Valur 1, Vignir 1). Utan vallar: 8 mínútur (Sverre 3 og Róbert 1) Rautt spjald: Sverre Andreas Jakobsson (55:54 mín) Markahæstir hjá Spáni: Juan Garcia 9/5 (15/7) Julen Aguinagalde 4 (4) Carlos Ruesga 4 (6) Varin skot: Jose Hombrados 13/1 (39/4, 33%) Skotnýting: 69%, skorað úr 33 af 48 skotum. Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. Mörk úr hraðaupphlaupum: 7. Utan vallar: 8 mínútur. 15.36 Ísland - Spánn 22-30 Átta marka munur þegar sjö mínútur eru til leiksloka. Það er einfaldlega of mikið, því miður. 15.32 Ísland - Spánn 21-26 Góður leikkafli hjá íslenska liðinu en hann gæti komið of seint. Guðjón Valur misnotaði þar að auki vítakast þegar hann hefði getað minnkað muninn í fjögur mörk. Í stað þess skoruðu Spánverjar í næstu sókn og er alltaf erfitt að jafna sig á slíku bakslagi. 15.22 Ísland - Spánn 16-23 Alfreð hefur tekið leikhlé þegar um ellefu mínútur eru liðnar af síðari hálfleik. Ísland hefur skorað eitt mark á þessum tíma og engu líkara að menn hafi einfaldlega hætt og lagt árar í bát. Liðið virðist algerlega líflaust og vonandi að menn nái að berja sig saman í leikhlénu og ná sér á strik á nýjan leik. Mistök í sókn, einbeitingarleysi í vörn og slæm markvarsla. Það er það sem hrjáir íslenska liðið í dag. 15.18 Ísland - Spánn 16-21 Skelfileg byrjun hjá íslenska liðinu og Spánverjar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og komust í sex marka forystu, 21-15. Íslenska liðið gerði enn afar klaufaleg mistök í sókninni sinni sem Spánverjar refsuðu hiklaust fyrir. Ísland skoraði fyrsta markið eftir rúmar fjórar mínútur í síðari hálfleik, tveimur mönnum fleiri. 14.59 Ísland - Spánn 15-18, hálfleikur Fyrri hálfleikur hefur verið alls ekkert slæmur. Sóknarleikurinn er mjög góður en líður fyrir klaufleg tæknimistök sem Spánverjar eru afar fljótir að refsa fyrir. Varnarleikurinn hefur farið batnandi eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn en það sem vantar algerlega er markvarslan. Íslensku markverðirnir hafa varið fimm skot samtals til þessa. Hombrados í marki Spánverja hefur hins vegar varið átta skot. Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 5 Guðjón Valur Sigurðsson 3/1 Vignir Svavarsson 2 Logi Geirsson 2 Alexander Petersson 1 Ólafur Stefánsson 1 Einar Hólmgeirsson 1 Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 3 (11/2, 27%, 15 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 2 (12/1, 17%, 15 mínútur) 14.54 Ísland - Spánn 13-16 Ekkert mark kom á fjögurra mínútna kafla í stöðunni 12-14 en Ísland var fyrri til að brjóta ísinn. En síðan hafa Spánverjar skorað tvö mörk og verður þetta erfitt ef markvarslan verður ekki betri. Birkir Ívar hefur varið tvö skot af þeim átta sem hafa komið á hann. 14.45 Ísland - Spánn 12-14 Alfreð breytti í 5-1 vörn og það skilaði sér í því að vörnin tók tvo bolta og Ísland breytti stöðunni úr 12-10 í 12-12. En Ísland hefur gert nokkur klaufaleg mistök í sókninni og Spánverjar nýttu tvö slík og komust aftur tveimur mörkum yfir. 14.39 Ísland - Spánn 9-11 Alfreð tekur leikhlé og hvetur sína menn áfram enda leikur liðsins verið prýðilegur til þessa. Frábært að skora níu mörk á þetta sterka spænska lið en vörn og markvarsla íslenska liðsins mætti að sama skapi vera betri. Spánverjar hafa aðeins klikkað á tveimur skotum til þessa. Birkir Ívar er kominn í íslenska markið. 14.34 Ísland - Spánn 7-8 Hlutirnir gerast hratt á þessum upphafsmínútum. En það sem er hvað mest áberandi er að markvarslan er ekki nægilega góð í upphafi leiks en Hreiðar Guðmundsson hefur varið tvö skot til þessa. 14.30 Ísland - Spánn 5-4 Sóknarleikurinn hefur gengið fínt þrátt fyrir að vörn Spánverja sé mjög sterk. Varnarleikurinn er enn að fínstillast en er samt ágætur. 14.25 Ísland - Spánn 2-3 Leikurinn byrjar þokkalega en íslenska vörnin þarf að taka betur á spænsku leikmönnunum. Byrjunarliðið í sókn er þannig frá vinstri: Logi, Guðjón Valur, Snorri Steinn, Ólafur, Alexander og Róbert er á línunni. Í vörninni skipta þeir Róbert og Logi út fyrir Sverre og Vigni en stillt er upp í vörn samkvæmt 6-0 kerfinu. 14.02 Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Íslands og Ungverjalands verður lýst í beinni textalýsingu. Leikurinn er mikilvægur fyrir Ísland sem á enn von um að keppa um 7.-8. sætið á mótinu og á enn möguleika á að vinna sér sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Ísland leikur í bláum búningum í dag sem er góðs viti þar sem báðir sigurleikir liðsins hafa komið þegar Ísland lék í bláum búningum. Leikmenn Íslands klæddust rauðu búningnum í öllum þremur tapleikjunum. Sigfús Sigurðsson er ekki með í dag þar sem hann á við smávægileg meiðsli að stríða. Það er áfall fyrir íslenska liðið þar sem Sigfús hefur verið einn besti leikmaður Íslands á mótinu og lykilmaður í varnarleik liðsins. Einar Hólmgeirsson kemur í hópinn á nýjan leik í hans stað. Þá er Jaliesky Garcia á leið heim frá Noregi þar sem hann er enn veikur. Leikmenna hópur íslenska liðsins: Markverðir: 12 Birkir Ívar Guðmundsson 16 Hreiðar Guðmundsson Aðrir leikmenn: 2 Vignir Svavarsson 3 Logi Geirsson 4 Bjarni Fritzson 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson 9 Guðjón V. Sigurðsson 10 Snorri Steinn Guðjónsson 11 Ólafur Stefánsson 13 Einar Hólmgeirsson 15 Alexander Petersson 17 Sverre Jakobsson 18 Róbert Gunnarsson 25 Hannes Jón Jónsson
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira