Handbolti

Alfreð: Heiner má gefa mér bjór í þakkarskyni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, má vera ánægður með Íslendinga.
Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, má vera ánægður með Íslendinga. Nordic Photos / Bongarts

Þjóðverjar og Svíar eru Íslendingum afskaplega þakklátir fyrir sigurinn á Ungverjum í gær. Sigur Íslands á Ungverjaland gerði það að verkum að viðureign liðanna í kvöld er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum EM í Noregi.

„Heiner má gefa mér bjór upp á hóteli á eftir," sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari eftir leikinn og átti þar við Heiner Brand, landsliðsþjálfara Þjóðverja. Þeir þekkjast vel og er vel til vina. „Já, eða kannski heilan kassa," sagði Alfreð og hló.

„Þetta er dæmigert fyrir Íslendingana. Þeir gefast aldrei upp," sagði Markus Baur, fyrirliði Þjóðverja.

„Ég get aðeins óskað Íslendingum til hamingju með því að hafa sýnt hversu miklir íþróttamenn þeir eru," sagði markvörðurinn Henning Fritz.

Svíar þakka Íslendingum einnig kærlega fyrir sig, að Svíar geti nú komist í undanúrslitin án þess að þurfa að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.

„Íslandi tókst það sem Svíum tókst ekki - að vinna Ungverja," segir í grein í Aftonbladet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×