Handbolti

Ísland gæti komist í undankeppni ÓL í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn í gær.
Alexander Petersson þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn í gær. Mynd/Pjetur

Ísland gæti tryggt sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í dag ef Þýskaland, Danmörk og Króatía vinna leiki sína á EM í handbolta í dag.

Verði eitt þeirra liða sem lenti í 2.-7. sæti á HM Evrópumeistari í ár fær Ísland sæti viðkomandi liðs í undankeppni ÓL þar sem Íslendingar lentu í 8. sæti í heimsmeistarakeppninni í fyrra.

Sjö lið eiga enn möguleika á að komast í undanúrslitin. Þar af eru fjögur sem lentu í efstu sjö sætunum á HM í fyrra, Danmörk, Króatía, Frakkland og Þýskaland.

Frakkar eru þegar komnir áfram í undanúrslitin og ef hin liðin þrjú vinna sína leiki eru þau einnig komin áfram í undanúrslitin.

Þjóðverjar eru þegar búnir að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking í sumar með því að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í fyrra.

Ef þeir verða Evrópumeistarar færist það sæti á Ólympíuleikunum sem var frátekið fyrir sigurvegara EM til liðsins sem verður í öðru sæti. Ef það lið verður eitt þeirra sem lenti í 2.-7. sæti á HM í fyrra fær Ísland sæti viðkomandi í undankeppni ÓL.

Ísland gæti einnig komið sér í þá stöðu að spila við Norðmenn um 7.-8. sætið á EM og þar með um leið um sæti í undankeppni ÓL.

Ísland þarf þá að treysta á eftirtalin úrslit úr leikjum dagsins.

Milliriðill 1:

15.15 Pólland-Svartfjallaland: Sigur Póllands

17.15 Slóvenía-Danmörk: Sigur Danmerkur

19.15 Króatía-Noregur: Sigur Króata

Milliriðill 2:

14.20 Spánn-Ísland: Sigur Íslands

16.20 Ungverjaland-Frakkland: Sigur Frakklands eða jafntefli

18.20 Þýskaland-Svíþjóð: Úrslit skipta ekki máli


Tengdar fréttir

Svona komst Ísland á Ólympíuleikana

Eitt aðalmálið á EM í Noregi snerist um hvaða tvær þjóðir urðu síðastar til að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×