Handbolti

HK lagði Aftureldingu

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fjögur mörk fyrir HK.
Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fjögur mörk fyrir HK. MYND/VALLI

HK bar sigurorð af Aftureldingu, 25-21, í leik liðanna í kvöld í Digranesi í N1-deild karla í handbolta. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Með sigrinum styrkti HK stöðu sína í öðru sæti deildarinnar og er fjórum stigum á undan Fram. Afturelding er í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar.

Ólafur Bjarki Ragnarsson og Sergei Petravtis voru markahæstir hjá HK með fjögur mörk og þeir Brynjar Valsteinsson, Gunnar Steinn Jónsson, Ragnar Hjaltested og Tomas Etutis skoruðu þrjú mörk hver.

Hilmar Stefánsson var markahæstur hjá Aftureldingu með fimm mörk og þeir Einar Örn Guðmundsson og Magnús Einarsson skoruðu fjögur mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×