Körfubolti

Keflavík Íslandsmeistari í körfu kvenna

Keflavíkurstúlkur eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta 2008.
Keflavíkurstúlkur eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta 2008. MYND/VÍKURFRÉTTIR

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna í kvöld þegar liðið bar sigurorð af KR, 91-90, í æsispennandi þriðja leik liðanna. Keflavík vann einvígið, 3-0.

Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Keflavík komst fjórum stigum yfir, 91-87, þegar tólf sekúndur voru eftir tveimur vítaskotum frá Takeshu Watson. Sigrún Ámundardóttir setti niður þriggja stiga körfu fyrir KR þegar fjórar sekúndur voru eftir en nær komust KR-stúlkur ekki.

KR-stúlkur höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og leiddu bæði eftuir fyrsta leikhluta, 25-22, og í hálfleik, 45-43.

Í þriðja leikhluta tók Takesha Watson leikinn yfir fyrir Keflavík og skoraði 19 stig og átti stærsta þáttinn í níu stiga forystu Keflavíkur, 73-64, við lok þriðja leikhluta.

Stigahæstar í Keflavík: TaKesha Watson 36 (5 fráköst), Susannne Biemer 12, Rannveig Randversdóttir 11 (6 fráköst), Ingibjörg E. Vilbergsdóttir 10, Margrét Kara Sturludóttir 8 (7 fráköst), Pálína Gunnlaugsdóttir 6 (11 fráköst).

Stigahæstar hjá KR: Candace Futrell 38 (14 fráköst), Sigrún Ámundadóttir 13 (11 fráköst), Hildur Sigurðardóttir 11 (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Guðrún Ámundadóttir 10, Hildur Einarsdóttir 8 (8 stoðsendingar, 6 fráköst),




Fleiri fréttir

Sjá meira


×