Handbolti

Naumur sigur hjá Flensburg

Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Flensburg í kvöld
Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Flensburg í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Nokkrir leikir fóru fram í þýsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld. Stórlið Flensburg vann nauman útsigur á Stralsunder 35-32 þar sem þeir Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson skoruðu 5 mörk hvor fyrir Flensburg.

Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener sem lagði Minden II 29-20 og Jaliesky Garcia skoraði 3 mörk fyrir Göppingen sem marði Balingen á útivelli 28-27. Einar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Minden sem tapaði fyrir Empor Rostock á útivelli 30-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×