Innlent

Álögur auknar á fjármagnstekjufólk

 

Ríkisstjórnin undirbýr frumvarp sem kveður á um að þeir sem hafa einungis fjármagnstekjur skuli greiða í framkvæmdasjóð aldraðra. Þá hefur frumvarpið sjálfkrafa í för með sér að nýr nefskattur Ríkisútvarpsins verður lagður á fjármagnstekjufólkið. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.

Gera má ráð fyrir að aukatekjur ríkissjóðs vegna breytinganna verði um sextán milljónir króna vegna gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra og milli þrjátíu og fjörutíu milljónir vegna nefskattsins.

Þeir sem hafa einungis fjármagnstekjur greiða einungis tíu prósenta fjármagnstekjuskatt til ríkisins en sleppa við útsvar þótt þeir noti þjónustu sveitarfélaga að fullu.

Fréttastofan tók fyrir nokkru síðan dæmi af tvennum hjónum sem hafa tólf milljónir króna í árstekjur. Önnur þeirra eru launþegar og greiða þrjár og hálfa milljón til samfélagsins á ári, hin greiða einungis tæpa milljón.

Tuttugu og fjögur þúsund bætast þar við með nefskatti og framkvæmdasjóðsgjaldi verði frumvarpið að lögum. Eftir stendur mismunur upp á tvær og hálfa milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×