Handbolti

Fram vann Stjörnuna í mögnuðum leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fram er komið í undanúrslit.
Fram er komið í undanúrslit.

Framarar eru komnir í undanúrslit Eimskips-bikars karla í handbolta eftir að hafa unnið Stjörnuna í mögnuðum leik í Safamýri. Fram vann 33-32 í leik sem tvívegis var framlengdur.

Jóhann Gunnar Einarsson jafnaði fyrir Fram úr vítakasti í 24-24 þegar fimmtán sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Fleiri mörk voru ekki skoruð áður en tíminn rann út og því framlengt. Eftir framlengingu var staðan jöfn og því farið í aðra framlengingu.

Þar náðu Framarar að vinna nauman sigur. Jóhann Gunnar var markahæstur í liðinu með sjö mörk en Heimir Þór Árnason skoraði ellefu af mörkum Stjörnunnar.

Fram er því komið í undanúrslit bikarsins ásamt Val, Akureyri og Víking en síðastnefnda liðið vann Þrótt úr Vogum í kvöld. Víkingur vann öruggan sigur 35-25 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Mikil stemning var á leiknum enda gamlar stjörnur að leika með liði Þróttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×