Handbolti

Stórleikur í þýska bikarnum

Alfreð og félagar eiga fyrir höndum erfitt verkefni í Hamburg
Alfreð og félagar eiga fyrir höndum erfitt verkefni í Hamburg NordicPhotos/GettyImages

Nú er búið að draga í fjórðungsúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Hamburg og Gummersbach. Þá fá Heiðmar Felixson og félagar hans í Hannover erfiðan útileik á móti spútnikliði Rhein-Neckar Löwen.

Leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram dagana 19. og 20. desember.

THW Kiel - TSG Friesenheim

HSV Hamburg - VfL Gummersbach

HSG Düsseldorf - HSG Nordhorn

Rhein-Neckar-Löwen - TSV Hannover-Burgdorf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×