Handbolti

Íslendingaliðin í Frakklandi unnu í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Óskarsson skoraði sex mörk í gær.
Ragnar Óskarsson skoraði sex mörk í gær. Nordic Photos / AFP

St. Raphael og USAM Nimes unnu bæði sína leiki í Frakklandi í gær og eru í fjórða og fimmta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.

Bjarni Fritzson skoraði eitt mark í naumun sigri St. Raphael á Istres, 27-26. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig en aðeins skilja tvö stig liðin að í þriðja og níunda sæti deildarinnar.

Ragnar Óskarsson skoraði sex mörk fyrir Nimes sem vann níu marka sigur á Toulouse í gær, 29-20. Hann var reyndar ekki markahæsti leikmaður liðsins eins og svo oft áður en er engu að síður langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 93 mörk, tuttugu mörkum meira en næsti maður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×