Handbolti

Ísland tapaði stórt í Litháen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rakel Dögg skoraði átta mörk gegn Litháen.
Rakel Dögg skoraði átta mörk gegn Litháen.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Litháen í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins. Leikið var ytra og vann Litháen öruggan sigur 35-19.

Heimastúlkur voru í bílstjórasætinu allan leikinn og höfðu yfir 21-8 í hálfleik. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk en Dagný Skúladóttir skoraði þrjú.

Á morgun leikur íslenska liðið gegn Ísrael. Þess má geta að Ísrael lék gegn Hvíta Rússlandi í dag og tapaði stórt 12-40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×