Handbolti

Frestað í Eyjum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr viðureign Vals og ÍBV fyrir skömmu.
Úr viðureign Vals og ÍBV fyrir skömmu. Mynd/Anton

Tveir leikir verða í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Upphaflega áttu þeir að vera þrír en leik ÍBV og Akureyrar hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar til Vestmannaeyja.

Nýr leiktími er á morgun, miðvikudag, kl.19:00 í Vestmannaeyjum.

Leikirnir tveir sem verða í kvöld hefjast báðir klukkan 20:00. Það verður alvöru Reykjavíkurslagur í íþróttahúsi Fram þar sem heimamenn taka á móti Valsmönnum. Þá fær topplið Stjörnunnar lið Aftureldingar í heimsókn í Mýrina.

Á morgun mætast Hauka og HK í Hafnarfirðinum auk leiksins í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×