Handbolti

Gummersbach á topp riðilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í dag.
Róbert Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í dag. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach vann í dag góðan sigur á KC Veszprém frá Ungverjalandi í dag, 32-30.

Róbert Gunnarsson þótti besti maður vallarins í dag en hann skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach rétt eins og Króatinn Vdran Zrnic og Slóveninn Roman Pungartnik.

Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með vegna meiðsla en Sverre Andreas Jakobsson var á sínum stað í vörninni.

Gummersbach byrjaði illa í leiknum en var með tveggja marka forystu í hálfleik. Lokakaflinn var afar spennandi en Grikkinn Alexis Alvanos skoraði úr síðustu sókn liðsins og gulltryggði þar með sigurinn.

Með sigrinum er Gummersbach sem fyrr á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Celje Lasko er í öðru sæti með þrjú stig en Slóvenarnir unnu tíu stiga sigur á Val í dag.

Veszprem er í þriðja sæti með eitt stig og Valur rekur lestina með ekkert.

Um næstu helgi fara Valsmenn til Ungverjalands á laugardeginum en á sunnudag tekur Gummersbach á móti Celje í mikilvægum leik.


Tengdar fréttir

Valur tapaði í Slóveníu

Valsmenn töpuðu í dag fyrir Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 34-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×