Handbolti

Ciudad Real rúllaði yfir Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad höfðu ærna ástæðu til að fagna í kvöld.
Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad höfðu ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Mynd/Vilhelm

Ciudad Real skoraði 20 mörk í síðari hálfleik gegn Flensburg í kvöld og vann átta marka sigur, 34-26.

Staðan í hálfleik var 14-13, heimamönnum í Flensburg í vil. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad tóku þá öll völd í leiknum og skoruðu fyrstu þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Eftir fimmtán mínútna leik var forysta Ciudad orðin níu mörk og leiknum þá í raun lokið.

Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er staddur í Flensburg og fylgdist með leiknum.

Hann sagði að leikmenn Ciudad hefðu farið á kostum í seinni hálfleik. Vörnin small vel saman og sóknarleikurinn hafi verið stórbrotinn. Að um sannkallaða flugeldasýningu hafi verið að ræða. 

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Ciudad og átti frábæran leik. Spilaði varnarleikinn vel og átti ótal stoðsendingar eins og svo oft áður.

Einar Hólmgeirsson fékk óvænt tækifæri í liði Flensburg í kvöld og skoraði þrjú mörk. Alexander Petersson skoraði tvö mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×