Handbolti

Óvænt tap Vals gegn Aftureldingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valur og Stjarnan byrja mótið á ólíkan hátt.
Valur og Stjarnan byrja mótið á ólíkan hátt.

Það urðu óvænt úrslit í N1 deildinni í handbolta í kvöld en Valur tapaði á heimavelli sínum 21-22 fyrir Aftureldingu. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga. Þá vann Stjarnan góðan sigur í Vestmannaeyjum.

Íslandsmeistarar Vals byrja titilvörnina hræðilega illa en þeir hafa tapað  þremur fyrstu leikjum sínum.

Stjarnan byrjar mótið hinsvegar af krafti og vann 37-31 sigur á útivelli gegn ÍBV. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með tíu mörk en Garðbæingar hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína.

Næsti leikur í deildinni verður á fimmtudagskvöld þegar Fram og Haukar eigast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×