Handbolti

Valur áfram í Meistaradeildina

Valur vann Viking Malt frá Litháen 33-24 í kvöld. Þetta var síðari viðureign þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar en Valur vann fyrri leikinn sem fram fór í gær einnig með níu marka mun. Báðir leikirnir voru í nýju Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.

Baldvin Þorsteinsson skoraði átta mörk fyrir Val í kvöld og var markahæstur í liðinu. Valur vann því samtals með átján marka mun og komst örugglega áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Valur verður í riðli með Gummersbach, Celje Lasko og Veszprem í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×