Illt í maganum 17. ágúst 2007 00:01 Litríkasta helgi sumarsins er yfirstaðin. Allt frá prestum yfir í teknótæfur flykktust niður í miðbæ til að veifa fánum til stuðnings samkynhneigðum. Allt var blessað í bak og fyrir og bólaði ekki á Gunnari í Krossinum, sem fjölmiðlar eru vanir að draga fram í sviðsljósið í hvert sinn sem minnst er á réttindabaráttu samkynhneigðra. Til þess að spyrja hvað honum finnist nú um þetta. Einhvern veginn er það týpískt fyrir fjölmiðla hvernig Gunnari í Krossinum, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar álítur rugludall, er alltaf stillt upp sem holdgervingi þeirra fordóma sem samkynhneigðir mæta í þjóðfélaginu - og marktækum andstæðingi. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Bókstafstrúarfólk er hverfandi minnihlutahópur í íslensku samfélagi, staðalímyndir um samkynhneigða hafa sjaldnast að gera með kristna trú og fordómarnir byggjast á fáfræði og krónískum geldingarótta karlmanna á stórum jeppum. Gunnar í Krossinum er þægilegur andstæðingur, það verður ekki af honum tekið. Hann stendur keikur og hefur sitt á hreinu: sódómistar skulu grýttir. Sömu sögu er ekki að segja um ríkiskirkjuna. Þar á bæ tvístíga forystusauðirnir vandræðalegir þegar kemur að málefnum samkynhneigðra og reyna í örvæntingu að sætta bókstaf og raunveruleika (kynvillingar skyndilega ekki lengur kynvillingar heldur „menn sem leggjast á börn og fatlaða" eða hvernig sem nýja biblíuþýðingin hljómar). Prestar gefa saman samkynhneigða ef þeim sýnist svo en opinber stefna er vægast sagt óljós. Það er leiðinlegt að þurfa að taka umdeildar ákvarðanir. Ákvörðunin um stefnu þjóðkirkjunnar í málum samkynhneigðra er enn óþægilegri vegna þess að hún flækist óhjákvæmilega inn í spurninguna um samband ríkis og kirkju. Ríkið skuldbindur sig til að tryggja öllum þegnum sínum jafnrétti fyrir lögum og hefur tryggt jafna réttarstöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Kirkjunni sem trúfélagi ætti að vera í sjálfsvald sett hvernig hún túlkar eigin skyldur gagnvart meðlimum sínum. Hins vegar er hæpið að kirkjan sem ríkisstofnun hafi rétt á að setja reglur að eigin hentisemi. Það er löngu orðið tímabært að slaka á tilfinningaseminni og aðskilja ríki og kirkju, en alltaf verða ráðamenn á svipinn eins og þeim sé illt í maganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Litríkasta helgi sumarsins er yfirstaðin. Allt frá prestum yfir í teknótæfur flykktust niður í miðbæ til að veifa fánum til stuðnings samkynhneigðum. Allt var blessað í bak og fyrir og bólaði ekki á Gunnari í Krossinum, sem fjölmiðlar eru vanir að draga fram í sviðsljósið í hvert sinn sem minnst er á réttindabaráttu samkynhneigðra. Til þess að spyrja hvað honum finnist nú um þetta. Einhvern veginn er það týpískt fyrir fjölmiðla hvernig Gunnari í Krossinum, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar álítur rugludall, er alltaf stillt upp sem holdgervingi þeirra fordóma sem samkynhneigðir mæta í þjóðfélaginu - og marktækum andstæðingi. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Bókstafstrúarfólk er hverfandi minnihlutahópur í íslensku samfélagi, staðalímyndir um samkynhneigða hafa sjaldnast að gera með kristna trú og fordómarnir byggjast á fáfræði og krónískum geldingarótta karlmanna á stórum jeppum. Gunnar í Krossinum er þægilegur andstæðingur, það verður ekki af honum tekið. Hann stendur keikur og hefur sitt á hreinu: sódómistar skulu grýttir. Sömu sögu er ekki að segja um ríkiskirkjuna. Þar á bæ tvístíga forystusauðirnir vandræðalegir þegar kemur að málefnum samkynhneigðra og reyna í örvæntingu að sætta bókstaf og raunveruleika (kynvillingar skyndilega ekki lengur kynvillingar heldur „menn sem leggjast á börn og fatlaða" eða hvernig sem nýja biblíuþýðingin hljómar). Prestar gefa saman samkynhneigða ef þeim sýnist svo en opinber stefna er vægast sagt óljós. Það er leiðinlegt að þurfa að taka umdeildar ákvarðanir. Ákvörðunin um stefnu þjóðkirkjunnar í málum samkynhneigðra er enn óþægilegri vegna þess að hún flækist óhjákvæmilega inn í spurninguna um samband ríkis og kirkju. Ríkið skuldbindur sig til að tryggja öllum þegnum sínum jafnrétti fyrir lögum og hefur tryggt jafna réttarstöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Kirkjunni sem trúfélagi ætti að vera í sjálfsvald sett hvernig hún túlkar eigin skyldur gagnvart meðlimum sínum. Hins vegar er hæpið að kirkjan sem ríkisstofnun hafi rétt á að setja reglur að eigin hentisemi. Það er löngu orðið tímabært að slaka á tilfinningaseminni og aðskilja ríki og kirkju, en alltaf verða ráðamenn á svipinn eins og þeim sé illt í maganum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun