Handbolti

Öruggt hjá Fram og Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir reynir hér að komast framhjá varnarmanni FH.
Karen Knútsdóttir reynir hér að komast framhjá varnarmanni FH. Mynd/Valli

Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í handbolta í dag. Fram endurheimti toppsæti deildarinnar með stórsigri á FH.

Fram vann FH með samtals fimmtán marka mun, 31-16, í Kaplakrika. Þá vann Fylkir átta marka sigur á Akureyri á heimavelli, 23-15.

Fram er á toppnum með fjórtán stig og er enn taplaust eftir átta leiki. Stjarnan getur reyndar komist aftur á toppinn með sigur á Val á fimmtudaginn kemur.

Fylkir vann sinn annan sigur á tímabilinu í dag og er nú í sjötta sæti deildarinnar. Akureyri hefur hins vegar tapað öllum sínum leikjum til þessa og eru á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×