Handbolti

Flensburg tapaði fyrir Göppingen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson í leik með Flensburg.
Alexander Petersson í leik með Flensburg. Nordic Photos / Getty Images

Flensburg tapaði í dag dýrmætum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar er liðið tapaði fyrir Göppingen á útivelli, 31-29.

Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Flensburg í dag en Einar Hólmgeirsson er frá vegna meiðsla.

Jaliesky Garcia skoraði þrívegis fyrir Göppingen í dag.

Flensburg er nú þremur stigum á eftir toppliði Kiel sem hefur einungis tapað fyrir Flensburg á leiktíðinni.

Nordhorn er í öðru sæti deildarinnar eftir stórsigur á Wilhelmshaven í dag. Gylfi Gylfason skoraði fimm af sautján mörkum Wilhelmshaven en liðið fékk 32 á sig.

En topplið Kiel gjörsamlega slátraði Lübbecke á útivelli í dag. Birkir Ívar Guðmundsson stóð í marki Lübbecke en alls skoraði liðið 42 mörk í dag, gegn 25 frá Lübbecke.

Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Lübbecke sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×