Handbolti

Sigur hjá Hreiðari og félögum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hreiðar Guðmundsson.
Hreiðar Guðmundsson.

Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson og félagar hans í Sävehof unnu botnlið Helsingborg í sænska handboltanum í kvöld. Sävehof vann 33-25 og að loknum tíu umferðum er liðið með fjórtán stig, stigi á eftir toppliðunum.

Það gengur ekki eins vel hjá Malmö en liðið tapaði fyrir Trelleborg í kvöld. Trelleborg vann á heimavelli 30-27. Guðlaugur Arnarsson og Valdimar Þórsson leika með Malmö. Guðlaugur skoraði fimm mörk í kvöld en Valdimar fjögur.

Malmö er í fjórða neðsta sæti deildarinnar með tveimur stigum meira en Helsingborg sem er í botnsætinu.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×