Erlent

Herinn kynnir nýtt vopn

Bandaríkjaher hefur kynnt nýtt vopn sem talsmenn hans segja að valdi brunatilfinningu en skaði ekki þá sem fyrir verða. Um er að ræða sérstaka hitabyssu sem skýtur örbylgjum að fólki af allt að 450 metra færi. Bylgjurnar smjúga í gegnum föt og nægilega langt inn í húðina til að valda verulegum óþægindum en brenna hana þó ekki. Herinn telur að hitabyssan muni koma að góðum notum við að leysa upp róstusaman mannfjölda eða við að afvopna hópa fólks og jafnvel leysa gúmmíkúlur, táragas og önnur slík tól af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×