Ný frík 6. september 2007 00:01 Ég var í heita pottinum með huggulegri konu um daginn. Ég gat ekki haft augun af henni, ekki vegna þess að hún var svo hugguleg, heldur af því að á hökunni var hún með stóran og loðinn fæðingarblett. Ég skipaði sjálfum mér í huganum að hætta að stara, en það þýddi ekkert. Um leið og færi gafst glápti ég á hökuna jafn dáleiddur og kanína í bílljósum. Þrátt fyrir pólitíska rétthugsun er aðdráttarafl hins óvenjulega - fríksins - enn sprelllifandi. Fríkum fer þó ört fækkandi, þökk sé læknavísindunum, og sérstök fríksjó hafa verið aflögð. Jóhann risi þyrfti að fá sér 9-5 vinnu ef hann væri uppi í dag. Í staðinn er komin fram glæný tegund fríka. Það eru hinir geðveikislega ríku, hvers líf, tekjur og umsvif eru óskiljanleg almennum meðalræflum sem eiga engin bréf - eða í mesta lagi bréf í Decode sem þeir hafa skíttapað á. Ég missi alveg kúlið þegar ég er nálægt þessu fólki, góni bara á það eins og algjör sveitalubbi. Til dæmis var skattakóngur og skrilljóner á bretti við hliðina á mér í ræktinni um daginn og ég gat ekki hætt að gjóa augunum á hann. Ég fylgdist með manngarminum og hlustaði á hvert orð sem hann lét út úr sér við einkaþjálfarann. Hann er miklu yngri en ég, andskotinn hafiða! Ætli detti fimm þúsund kallar úr vasanum á honum? Er hann að græða jafn mikið á þessum 10 mínútum á brettinu og ég hef á mánuði? Hvað er aftur yfirdráttarheimildin mín há? Svona hugsaði ég og svitnaði extra mikið. Skömmu síðar var billjóner og sambýliskona hans, líka alltof rík, fyrir aftan mig á Hagkaupskassa. Ég fór að hitna á hausnum og titra í hnjánum þegar ég reyndi að kíkja á þau og hvað þau væru að kaupa - örugglega ostrur og bleika klósettpappírinn með hvolpinum, hugsaði ég. Þegar ég kom heim sá ég að ég hafði gleymt veskinu mínu við kassann og þurfti að snúa skömmustulegur við til að sækja það. Seinna fattaði ég að þetta voru auðvitað undirmeðvituð mistök. Ég ætlaði bara að sýna ríka fólkinu að ég væri líka ógeðslega ríkur. Svo ríkur að ég nota einnota veski. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég var í heita pottinum með huggulegri konu um daginn. Ég gat ekki haft augun af henni, ekki vegna þess að hún var svo hugguleg, heldur af því að á hökunni var hún með stóran og loðinn fæðingarblett. Ég skipaði sjálfum mér í huganum að hætta að stara, en það þýddi ekkert. Um leið og færi gafst glápti ég á hökuna jafn dáleiddur og kanína í bílljósum. Þrátt fyrir pólitíska rétthugsun er aðdráttarafl hins óvenjulega - fríksins - enn sprelllifandi. Fríkum fer þó ört fækkandi, þökk sé læknavísindunum, og sérstök fríksjó hafa verið aflögð. Jóhann risi þyrfti að fá sér 9-5 vinnu ef hann væri uppi í dag. Í staðinn er komin fram glæný tegund fríka. Það eru hinir geðveikislega ríku, hvers líf, tekjur og umsvif eru óskiljanleg almennum meðalræflum sem eiga engin bréf - eða í mesta lagi bréf í Decode sem þeir hafa skíttapað á. Ég missi alveg kúlið þegar ég er nálægt þessu fólki, góni bara á það eins og algjör sveitalubbi. Til dæmis var skattakóngur og skrilljóner á bretti við hliðina á mér í ræktinni um daginn og ég gat ekki hætt að gjóa augunum á hann. Ég fylgdist með manngarminum og hlustaði á hvert orð sem hann lét út úr sér við einkaþjálfarann. Hann er miklu yngri en ég, andskotinn hafiða! Ætli detti fimm þúsund kallar úr vasanum á honum? Er hann að græða jafn mikið á þessum 10 mínútum á brettinu og ég hef á mánuði? Hvað er aftur yfirdráttarheimildin mín há? Svona hugsaði ég og svitnaði extra mikið. Skömmu síðar var billjóner og sambýliskona hans, líka alltof rík, fyrir aftan mig á Hagkaupskassa. Ég fór að hitna á hausnum og titra í hnjánum þegar ég reyndi að kíkja á þau og hvað þau væru að kaupa - örugglega ostrur og bleika klósettpappírinn með hvolpinum, hugsaði ég. Þegar ég kom heim sá ég að ég hafði gleymt veskinu mínu við kassann og þurfti að snúa skömmustulegur við til að sækja það. Seinna fattaði ég að þetta voru auðvitað undirmeðvituð mistök. Ég ætlaði bara að sýna ríka fólkinu að ég væri líka ógeðslega ríkur. Svo ríkur að ég nota einnota veski.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun