Gengi hlutabréfa í norska olíu- og álfélaginu Norsk Hydro fór í methæðir í norsku kauphöllinni í Osló eftir að álrisinn Alcoa hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í álfyrirtækið Alcan á morgun. Gengi bréfa í kauphöllinni ruku upp í morgun en bréf í Norsk Hydro leiða hækkunina.
Gengið rauk upp í 226 norskar krónur á hlut, eða 4,5 prósent, eftir að tilkynningin barst í morgun. Það hefur dalað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn og stendur nú í 222,5 krónum á hlut.
Norsk Hydro er næststærsti álframleiðandi í heimi á eftir Alcoa og Alcan, að sögn fréttastofunnar Reuters.
Norsk Hydro var ekki eitt um að hækka í norsku kauphöllinni því gengi bréfa í bréfa í Orkla, móðurfélagi álfyrirtækisins Elkem, hækkaði sömuleiðis um 1,8 prósent.
Bréf í Norsk Hydro taka stökkið
