Bjartsýnis-femínismi Gerður Kristný skrifar 8. desember 2007 06:00 Ég á vinkonu sem ég öfunda stundum. Það er ekki aðeins vegna þess hvað hún er klár og skemmtileg, heldur hefur hún tamið sér að láta kvenfyrirlitningu eða kynjamisrétti aldrei ergja sig. Samt er hún yfirlýstur femínisti. Þegar hún verður vör við að körlum finnist konur ekki þess virði að njóta sömu réttinda og þeir hugsar hún bara með sér: „Karlveldið í dauðateygjunum." Og samstundis tekur gleðin að flæða um æðar hennar. Ekki hef ég kannað hvaða hug vinkona mín ber til þess að fáeinum dögum áður en Mannréttindanefnd Reykjavíkur boðaði til málþings um leiðir fyrir borgaryfirvöld til að sporna við ofbeldi gegn konum varð Egill nokkur Einarsson, sem kallar sig Gillzenegger, uppvís að hótunum um kynferðisofbeldi á heimasíðu sinni í garð fjögurra kvenna. Hótanirnar þóttu svo ósmekklegar að ein þeirra sem fyrir þeim varð sá sér ekki annað fært en að láta lögregluna vita. Í kjölfar umfjöllunar fréttastofu Ríkissjónvarpsins um ummæli Egils kippti hann færslunni burt af heimasíðunni. Í viðtali við blaðamann á 24 stundum, sem jafnframt er alræmdur femínisti, sagðist Egill hafa falið færsluna því mamma hans hefði getað rekið augun í hana. Hvað hefði þá gerst? spyr maður sig óneitanlega. Er það kannski af ótta við móður sína sem Egill hefur komið sér upp öllum þessum vöðvamassa? En það var sterkur leikur hjá konunum sem Agli er uppsigað við að láta lögregluna vita af hótuninni. Það sama hafa Samtökin 78 gert árum saman þegar brotið hefur verið á félagsmönnum þeirra. Í 233. grein almennra hegningarlaga stendur nefnilega að sá sem hafi í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin sé til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, varði það sektum eða fangelsi í allt að tvö ár. Á netinu hafa sumir reynt að bera blak af Agli með því að benda á að hann hafi auðsjáanlega verið að grínast en eitt er víst, það hlógu ekki allir honum til samlætis. Þegar ég fer yfir þessa örstuttu atburðarás get ég verið nokkuð viss um að hlakkað hefur í vinkonu minni sem ég sagði frá í upphafi þessa pistils. „Þarna eru þær lifandi komnar, dauðateygjurnar. Þetta fer að styttast," hefur hún líkast til tautað með sjálfri sér og ljómað það sem eftir lifði dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ég á vinkonu sem ég öfunda stundum. Það er ekki aðeins vegna þess hvað hún er klár og skemmtileg, heldur hefur hún tamið sér að láta kvenfyrirlitningu eða kynjamisrétti aldrei ergja sig. Samt er hún yfirlýstur femínisti. Þegar hún verður vör við að körlum finnist konur ekki þess virði að njóta sömu réttinda og þeir hugsar hún bara með sér: „Karlveldið í dauðateygjunum." Og samstundis tekur gleðin að flæða um æðar hennar. Ekki hef ég kannað hvaða hug vinkona mín ber til þess að fáeinum dögum áður en Mannréttindanefnd Reykjavíkur boðaði til málþings um leiðir fyrir borgaryfirvöld til að sporna við ofbeldi gegn konum varð Egill nokkur Einarsson, sem kallar sig Gillzenegger, uppvís að hótunum um kynferðisofbeldi á heimasíðu sinni í garð fjögurra kvenna. Hótanirnar þóttu svo ósmekklegar að ein þeirra sem fyrir þeim varð sá sér ekki annað fært en að láta lögregluna vita. Í kjölfar umfjöllunar fréttastofu Ríkissjónvarpsins um ummæli Egils kippti hann færslunni burt af heimasíðunni. Í viðtali við blaðamann á 24 stundum, sem jafnframt er alræmdur femínisti, sagðist Egill hafa falið færsluna því mamma hans hefði getað rekið augun í hana. Hvað hefði þá gerst? spyr maður sig óneitanlega. Er það kannski af ótta við móður sína sem Egill hefur komið sér upp öllum þessum vöðvamassa? En það var sterkur leikur hjá konunum sem Agli er uppsigað við að láta lögregluna vita af hótuninni. Það sama hafa Samtökin 78 gert árum saman þegar brotið hefur verið á félagsmönnum þeirra. Í 233. grein almennra hegningarlaga stendur nefnilega að sá sem hafi í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin sé til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, varði það sektum eða fangelsi í allt að tvö ár. Á netinu hafa sumir reynt að bera blak af Agli með því að benda á að hann hafi auðsjáanlega verið að grínast en eitt er víst, það hlógu ekki allir honum til samlætis. Þegar ég fer yfir þessa örstuttu atburðarás get ég verið nokkuð viss um að hlakkað hefur í vinkonu minni sem ég sagði frá í upphafi þessa pistils. „Þarna eru þær lifandi komnar, dauðateygjurnar. Þetta fer að styttast," hefur hún líkast til tautað með sjálfri sér og ljómað það sem eftir lifði dags.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun