Google býður netið fyrir farsíma Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 6. nóvember 2007 14:55 Þrír milljarðar farsíma eru í notkun í heiminum í dag. MYND/Google Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. Fyrirtækið vinnur með fjórum framleiðendum farsíma, Samsung, HTC, Motorola og LG. Ekki hefur verið tilkynnt um sérstakan Google síma. Fyrstu símarnir sem nýta nýta forritið fara á markað á öðrum ársfjórðungi 2008. „Þetta mun færa internetið í farsíma á mjög svalan hátt," segir Andy Rubin einn forstjóra Google. Fyrirtæki hans, Android, var keypt af Google árið 2005 og á heiðurinn af frumhönnun forritsins. Google hefur stofnað the Open Handset Alliance sem samanstendur af 34 fyrirtækjum, þar á meðal örflöguframleiðslufyrirtæki og framleiðendum farsíma. Framtakið ögrar Microsoft og öðrum sem eru leiðandi í farsímalausnum. Google forritinu verður komið fyrir í símum notendum að kostnaðarlausu og gæti orðið til verðstríðs á milli farsímafyrirtækja, og hugsanlega verðlækkunar á farsímum. China Mobile, Telefonica á Spáni og Telecom á Ítalíu eru meðal fyrirtækja sem hafa skrifað undir að bjóða þjónustuna utan Bandaríkjanna. „Nýungin mun leysa úr læðingi nýja tækni fyrir milljarða farsímanotenda í heiminum," segir Eric Schmidt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Google. Rene Oberman framkvæmdastjóri Deutsche Telekom segir Android forritið muni bjoða betri internetþjónustu fyrir farsímanotendur. „Þetta verður langvinn barátta um hver verður ofan á í stríðinu um internetið í farsímum." Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. Fyrirtækið vinnur með fjórum framleiðendum farsíma, Samsung, HTC, Motorola og LG. Ekki hefur verið tilkynnt um sérstakan Google síma. Fyrstu símarnir sem nýta nýta forritið fara á markað á öðrum ársfjórðungi 2008. „Þetta mun færa internetið í farsíma á mjög svalan hátt," segir Andy Rubin einn forstjóra Google. Fyrirtæki hans, Android, var keypt af Google árið 2005 og á heiðurinn af frumhönnun forritsins. Google hefur stofnað the Open Handset Alliance sem samanstendur af 34 fyrirtækjum, þar á meðal örflöguframleiðslufyrirtæki og framleiðendum farsíma. Framtakið ögrar Microsoft og öðrum sem eru leiðandi í farsímalausnum. Google forritinu verður komið fyrir í símum notendum að kostnaðarlausu og gæti orðið til verðstríðs á milli farsímafyrirtækja, og hugsanlega verðlækkunar á farsímum. China Mobile, Telefonica á Spáni og Telecom á Ítalíu eru meðal fyrirtækja sem hafa skrifað undir að bjóða þjónustuna utan Bandaríkjanna. „Nýungin mun leysa úr læðingi nýja tækni fyrir milljarða farsímanotenda í heiminum," segir Eric Schmidt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Google. Rene Oberman framkvæmdastjóri Deutsche Telekom segir Android forritið muni bjoða betri internetþjónustu fyrir farsímanotendur. „Þetta verður langvinn barátta um hver verður ofan á í stríðinu um internetið í farsímum."
Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira