Handbolti

Guðjón Valur næstmarkahæstur í Þýskalandi

AFP ImageForum

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gümmersbach í Þýskalandi, var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar en lokaumferðin var leikin í dag. Guðjón Valur skoraði 221 mark og þar af aðeins fjögur af vítalínunni.

Kyung-Shin Yoon var markahæstur með 236 mörk og þar af komu 88 mörk frá vítalínunni. Alexander Petterson og Snorri Steinn Guðjónsson komust í hóp 30 markahæstu manna. Alexander endaði í 10. sæti og skoraði 190 mörk, þar af 25 úr víti en Snorri Steinn endaði í 25. sæti með 154 mörk, þar af 35 úr vítakasti.

Kiel sigraði deildina með jafnmörg stig og Hamburg en með betra markahlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×