Handbolti

Garcia markahæstur í sigri Göppingen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jaliesky Garcia í leik með Göppingen.
Jaliesky Garcia í leik með Göppingen. Mynd/Vilhelm

Jaliesky Garcia var markahæstur í liði Göppingen ásamt tveimur öðrum er liðið vann þriggja marka sigur á Essen, 24-21, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Garcia skoraði fimm mörk í leiknum en Göppingen er eftir sigurinn í áttunda sæti deildarinnar með sautján stig eftir fimmtán leiki.

Í hinum kvöldleiknum rústaði Rhein-Neckar Löwen liði Minden á heimavelli, 41-26.

Löwen er í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig en Minden í því sextánda með sjö stig. Essen er í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×