Handbolti

Flensburg á toppinn eftir tap Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslendingarnir í Flensburg, Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson
Íslendingarnir í Flensburg, Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson Mynd/Vilhelm
Flensburg er komið á topp þýsku deildarinnar í handbolta eftir sigur á Magdeburg en á sama tíma tapaði Kiel fyrir Nordhorn.

Flensburg vann Magdeburg með sex marka mun, 34-28. Alexander Petersson lék ekki með Flensburg vegna meiðsla en Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Gummersbach vann á sama tíma lið Melsungen, 38-35, á útivelli. Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach en Roman Puntgartnik var í miklu stuði í liði Gummersbach og skoraði fjórtán mörk í dag.

Sverre Jakobsson lék í vörn liðsins en Guðjón Valur Sigurðsson var frá vegna meiðsla.

Nordhon vann Kiel í dag með fimm marka mun, 34-29. Bjarte Myrhol skoraði átta mörk fyrir Nordhorn en Nicola Karabatic níu fyrir Kiel.

Flensburg og Nordhorn eru með 25 stig á toppi deildarinnar en Flensburg með betra markahlutfall. Kiel er í þriðja sæti með 24 stig.

Gummersbach er í sjötta sæti með nítján stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×