Handbolti

Gummersbach lá heima

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í dag en Momir Ilic var markahæstur með 16 mörk, þar af 6 úr vítum. Hér á Róbert í höggi við Stefan Lövgren.
Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í dag en Momir Ilic var markahæstur með 16 mörk, þar af 6 úr vítum. Hér á Róbert í höggi við Stefan Lövgren. NordicPhotos/GettyImages

Leikjum dagsins er nú lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Íslendingalið Gummersbach tapaði fyrir stórliði Kiel á heimavelli 31-33 eftir að hafa verið undir 13-17 í hálfleik. Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach í leiknum.

Flensburg vann nokkuð öruggan heimasigur á Lemgo 35-30 þar sem Anders Eggert skoraði 11 mörk fyrir Flensburg. Enginn íslensku leikmannanna kom við sögu í leiknum, þeir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson hjá Flensburg - og Logi Geirsson hjá Lemgo.

Þá vann Nordhorn 34-31 sigur á nýliðum Neckar Löwen á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×