Óendanlegur ósennileiki tilverunnar Davíð Þór Jónsson skrifar 11. nóvember 2007 00:01 Tilvist Guðs verður hvorki sönnuð né afsönnuð með rökum. Það er fullreynt. Sannfærðustu trúmenn hafa ekki getað kveðið efasemdarraddir endanlega í kútinn og hörðustu trúleysingjar hafa þurft að sætta sig við þá niðurstöðu að Guð sé „kannski til". Að vísu kjósa þeir yfirleitt orðalagið að hann sé „næstum því örugglega ekki til", sem er auðvitað það sama. Tilvist Guðs brýtur m. ö. o. ekki í bága við grundvallarlögmál rökfræðinnar, hún er bara óendanlega ósennileg. Annað sem er óendanlega ósennilegt er heimurinn. Alheimsfræðingar ná eiginlega ekki upp í það hve ólíklegt það er að miklihvellur skyldi leiða hann af sér. Væri þyngdaraflið brotabroti meira hefði allt hrunið saman aftur á augabragði, brotabroti minna og enginn samruni efnis hefði getað átt sér stað. Fleiri breytur þurfa að vera svo hárréttar að ekki má skeika nema brotabroti af hundraðshluta til að grunnforsendur efnisheimsins bresti. Sömuleiðis er lífið á jörðinni óendanlega ósennilegt. Til að geta fóstrað líf þarf reikistjarna að vera í hárréttri fjarlægð frá hárréttri tegund af stjörnu. Ef við værum ögn nær sólinni eða fjær væri jörðin lífvana auðn, annað hvort heit sem víti eða helfrosin. Jörðin sjálf þarf ennfremur að vera af hárréttri gerð, bráðin að innan til að tryggja lofthjúp sem vörn gegn bráðdrepandi geimgeislun, og úr hárréttum efnum í hárréttum hlutföllum. Jafnvel tunglið þarf að vera af hárréttri stærð og massa til að tryggja stöðugan möndulsnúning. Enn höfum við ekki fundið aðra reikistjörnu sem uppfyllir þessi skilyrði. Ekkert annað en gríðarlöng halarófa fjarskalega ósennilegra tilviljana í heims- og jarðsögunni gerir tilvist okkar mögulega. Þessu má líkja við að kasta upp teningi með milljörðum milljarða hliða, veðja aleigunni á að ein ákveðin komi upp og vinna! Í raun er lífið, alheimurinn og það allt svo óendanlega ósennilegt að hver röklega þenkjandi maður myndi afskrifa þann möguleika samstundis ef hann væri ekki svo óheppinn að vakna á hverjum morgni til þessa raunveruleika, umvafinn af og órjúfanlega innifalinn í þessum efnisheimi. Það er því ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna að einhver hafi haft hönd í bagga, að útkoman sé „fixuð". Hver gæti staðið fyrir slíku? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Tilvist Guðs verður hvorki sönnuð né afsönnuð með rökum. Það er fullreynt. Sannfærðustu trúmenn hafa ekki getað kveðið efasemdarraddir endanlega í kútinn og hörðustu trúleysingjar hafa þurft að sætta sig við þá niðurstöðu að Guð sé „kannski til". Að vísu kjósa þeir yfirleitt orðalagið að hann sé „næstum því örugglega ekki til", sem er auðvitað það sama. Tilvist Guðs brýtur m. ö. o. ekki í bága við grundvallarlögmál rökfræðinnar, hún er bara óendanlega ósennileg. Annað sem er óendanlega ósennilegt er heimurinn. Alheimsfræðingar ná eiginlega ekki upp í það hve ólíklegt það er að miklihvellur skyldi leiða hann af sér. Væri þyngdaraflið brotabroti meira hefði allt hrunið saman aftur á augabragði, brotabroti minna og enginn samruni efnis hefði getað átt sér stað. Fleiri breytur þurfa að vera svo hárréttar að ekki má skeika nema brotabroti af hundraðshluta til að grunnforsendur efnisheimsins bresti. Sömuleiðis er lífið á jörðinni óendanlega ósennilegt. Til að geta fóstrað líf þarf reikistjarna að vera í hárréttri fjarlægð frá hárréttri tegund af stjörnu. Ef við værum ögn nær sólinni eða fjær væri jörðin lífvana auðn, annað hvort heit sem víti eða helfrosin. Jörðin sjálf þarf ennfremur að vera af hárréttri gerð, bráðin að innan til að tryggja lofthjúp sem vörn gegn bráðdrepandi geimgeislun, og úr hárréttum efnum í hárréttum hlutföllum. Jafnvel tunglið þarf að vera af hárréttri stærð og massa til að tryggja stöðugan möndulsnúning. Enn höfum við ekki fundið aðra reikistjörnu sem uppfyllir þessi skilyrði. Ekkert annað en gríðarlöng halarófa fjarskalega ósennilegra tilviljana í heims- og jarðsögunni gerir tilvist okkar mögulega. Þessu má líkja við að kasta upp teningi með milljörðum milljarða hliða, veðja aleigunni á að ein ákveðin komi upp og vinna! Í raun er lífið, alheimurinn og það allt svo óendanlega ósennilegt að hver röklega þenkjandi maður myndi afskrifa þann möguleika samstundis ef hann væri ekki svo óheppinn að vakna á hverjum morgni til þessa raunveruleika, umvafinn af og órjúfanlega innifalinn í þessum efnisheimi. Það er því ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna að einhver hafi haft hönd í bagga, að útkoman sé „fixuð". Hver gæti staðið fyrir slíku?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun