Innlent

Náttúran gegn Tourette

Sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með touretteheilkenni fyrir einu og hálfu ári síðan og var bent á að ekkert væri hægt að gera nema að láta drenginn á lyf ef einkennin versnuðu.

Heiða vildi hins vegar ekki gefa syni sínum lyf sem oft geta hafa slæmar aukaverkanir en notar aðrar aðferðir sem virka jafn vel ef ekki betur. Heiða Björk settist hjá Kötu í Íslandi í dag.


Tengdar fréttir

Tourette-einkenni hurfu eftir náttúrulækningar

Þegar sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með Tourette heilkenni, leist henni illa á þá hugmynd að setja son sinn á lyf. Hún taldi að strákurinn myndi fitna í kjölfarið og finna fyrir þunglyndiseinkennum. Heiða setti sig því í samband við homopata og ákvað að beita aðferðum náttúrulækninga við að fást við vandann.

Landlæknir sáttur við náttúrulækningar

Matthías Halldórsson landlæknir segir að ekki sé hægt að gera athugasemdir við náttúrulækningar svo framarlega sem þær séu skaðlausar, ekki sé verið að plokka peninga af bágstöddu fólki eða ættingum þeirra og ekki sé verið að beina fólki frá hefðibundinni meðferð sem sé læknandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×