Sport

Blackburn kaupir Santa Cruz frá Bayern

Rouqe Santa Cruz hefur skorað 31 mark fyrir Bayern.
Rouqe Santa Cruz hefur skorað 31 mark fyrir Bayern. MYND/AFP

Enska knattspyrnuliðið Blackburn Rovers hefur gengið frá kaupum á sóknarleikmanninum Roque Santa Cruz frá þýska liðinu Bayern München. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Samningur Santa Cruz við Blackburn er til fjögurra ára og samkvæmt þýskum fjölmiðlum borgaði Blackburn 3,5 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Santa Cruz er 25 ára gamall og hefur spilað með Bayern München síðastliðin átta ár. Á þeim tíma hefur hann skorað 31 mark í 155 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×