Handbolti

Gummersbach vann Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason var ánægður með sína menn í kvöld.
Alfreð Gíslason var ánægður með sína menn í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach vann í kvöld níu marka sigur á Val í Meistaradeild Evrópu, 33-24, í Vodafone-höllinni við Hlíðarenda.

Eftir að þeir þýsku náðu góðri forystu eftir 20 mínútna leik var sigurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 19-10, Gummersbach í vil.

Valsmenn spiluðu þó betur í síðari hálfleik og fór betur en á horfðist framan af.

Elvar Friðriksson og Baldvin Þorsteinsson skoruðu fimm mörk fyrir Valsmenn. Markahæstur hjá Gummersbach var Momir Ilic með sjö mörk en Grikkinn Alexandros Alvanos skoraði sex mörk fyrir liðið.

Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach og Sverre Jakobsson lék í vörn liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×